02.12.2019
Samstarfsnefndin hefur samþykkt meðfylgjandi auðkennismerki Þingeyings.
01.12.2019
Í tengslum við sameiningarviðræður Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar hafa sveitastjórnir sveitarfélaganna sett sér markmið um að nýtt sveitarfélag verði þekkt og eftirsótt fyrir frábært mannlíf og einstaka náttúru. Til að svo megi verða er mikilvægt að samspil verndunar náttúru og verðmætasköpunar atvinnulífs sé skýrt og nýtt sé framsækin þekking og menntun í samhengi við staðbundna reynslu og sögu svæðisins.
21.10.2019
Á fundum sveitarstjórna Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar var lagt fram bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga dags. 8.10.2019 vegna umsóknar samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaganna.
15.10.2019
Á fundi samstarfsnefndar um sameiningu Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps 18. september 2019 var samþykktur samningur við RR ráðgjöf sem undirritaður var af fulltrúum beggja aðila.
26.09.2019
Sveitarstjórnir Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar sendu inn sameiginlega umsögn um tillögu að reglum um fjárhagslegan stuðning Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga, sem er til umsagnar í Samráðsgátt stjórnvalda:
28.08.2019
Sveitarstjórnir Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar samþykktu sameiginlega umsögn um tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019-2023: