Fasteignir, mannvirki, veitur og önnur b-hluta fyrirtæki

Liður í verkefninu Þingeyingi er skipun starfshópa um tilgreinda málaflokka til að meta styrkleika, veikleika, ógnanir og tækifæri í viðkomandi málaflokki.  Niðurstöður vinnunnar verða m.a. nýttar til undirbúnings íbúafunda. Starfshóparnir er samstarfsnefnd til ráðgjafar og veita upplýsingar fyrir mat á stöðu málaflokksins og mögulega sýn til framtíðar í sameinuðu sveitarfélagi.

Starfshópur um fasteignir, mannvirki, veitur og önnur b-huta fyrirtæki:

Starfshópuriunn metur viðhaldsþörf eigna sveitarfélagsins þ.m.t. gatna, veitna, hafna og húsnæðis metin. Einnig fjárfestingarþörf ofangreindra þátta komandi ára m.v. fyrirliggjandi spár um mannfjölda. Þá verði einnig horft til annara innviðauppbyggina sveitarfélaganna sem hugsanlega þarf að ráðast í á komandi árum. Þá verði staða félagslegs húsnæðis yfirfarin og skoðuð í samhengi við húsnæðisáætlanir sveitarfélaganna. Mikil tengsl við starfshóp um stjórnsýslu og fjármál.

 Skútustaðahreppur:

Sveitarstjóri Sveinn Margeirsson
Skipulagsfulltrúi Guðjón Vésteinsson
Umsjónarmaður eigna Lárus Björnsson
Kjörinn fulltrúi Friðrik Jakobsson

 
Þingeyjarsveit:

Sveitarstjóri Dagbjört Jónsdóttir
Umsjónarmaður eigna Björn Guðmundsson
Umsjónarmaður hitaveitu Ingólfur Pétursson
Byggingarfulltrúi Helga Sveinbjörns
Veitustarfsmenn Hermann Pétursson
Getum við bætt efni síðunnar?