Á fundum sveitarstjórna Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar var lagt fram bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga dags. 8.10.2019 vegna umsóknar samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaganna.
Sveitarfélögin óskuðu eftir framlagi úr Jöfnunarsjóði að upphæð 29 m.kr. til að mæta kostnaði vegna undirbúnings á kynningu sameiningartillögu og framkvæmd atkvæðagreiðslu á grundvelli reglna nr. 295/2003.
Ráðgjafanefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga samþykkti úthlutun framlagsins.
Þá var einnig samþykkt fjárhæð að upphæð 20 m.kr. vegna verkefnisins Nýsköpun í norðri en verkefnið miðar að því að sameinað sveitarfélag verði í fararbroddi í baráttu við loftlagsbreytingar þar sem verði tekið mið af tæknibreytingum og tækifærum tengdum þeim og byggðir upp innviðir sem treysta samkeppnishæfni svæðisins til lengri tíma.