19.05.2021
Þjóðskrá hefur opnað fyrir rafrænan aðgang að kjörskrárstofni svo kjósendur í Austur-Húnavatnssýslu annars vegar og Suður-Þingeyjarsýslu hins vegar geti með einföldum hætti kannað hvort þeir eru skráðir á kjörskrá í íbúakosningunni 5. júní næstkomandi.
18.05.2021
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna kosninga um sameiningu sveitarfélaganna Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar laugardaginn 5. júní 2021.
12.05.2021
Þær spurningar sem fram komu á íbúafundum og svör við þeim hafa verið birtar undir „Spurt og svarað“ hér á síðunni!
09.05.2021
Viðmiðunardagur kjörskrár fyrir komandi sameiningarkosningar í Suður-Þingeyjarsýslu er 15. maí næstkomandi.
07.05.2021
Íbúafundir voru í vikunni þar sem samstarfsnefnd Þingeyings og verkefnastjórar kynntu tillögu um sameiningu sem kosið verður um 5. júní.
05.05.2021
Hægt verður að horfa á íbúafundinn frá Ýdölum hér í kvöld. Fundurinn hefst stundvíslega kl 20:00.
03.05.2021
Opnað hefur verið fyrir utankjörfundaratkvæði og hægt er að kjósa hjá sýslumönnum um land allt og í sendiráðum erlendis.
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla verður möguleg á skrifstofum sveitarfélaganna síðustu 3 vikur fyrir kjördag.
29.04.2021
Nýr umræðuhópur hefur verið stofnaður á Facebook.
26.04.2021
Íbúafundir um tillögu að sameiningu Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar!
Á fundunum verður farið yfir tillögu um sameiningu Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps sem kosið verður um þann 5. júní næstkomandi. Kynning á tillögunni tekur um klukkustund, að því loknu svara fulltrúar samstarfsnefndar og ráðgjafar spurningum íbúa.
Fundirnir fara fram:
Þriðjudaginn 4. maí kl. 20:00 í Skjólbrekku
Miðvikudaginn 5. maí kl. 20:00 í Ýdölum