Þingeyskir nágrannar í eina sæng? Fyrsti íbúafundur af fjórum fer fram núna! Hægt er að fylgjast með fundinum hér.

Það er líka alltaf hægt að senda spurningar inn á https://www.thingeyingur.is/is/verkefni/spurt-og-svarad-1 og almennar fyrirspurnir á https://www.thingeyingur.is/is/hafa-samband

Mjög hentugt fyrir þá sem ekki komast á fundi en vilja minna á og/eða spyrja út í ákveðin málefni. 

Fundardagskrá

Þriðjudagur 2. feb. kl. 20:00 ─ Nýsköpun í norðri. Atvinnulíf, umhverfi og byggðaþróun
S
treymi: https://fb.watch/3pqyImHhMf/ 

Fimmtudagur 4. feb. kl. 16:30 ─ Fræðslu- og félagsþjónusta. Menning, íþróttir og tómstundamál. 

Þriðjudagur 9. feb. kl. 20:00 ─ Skipulags- og umhverfismál.

Fimmtudagur 11. feb. kl. 16:30 ─ Stjórnskipulag og fjármál. 

Þau sem þurfa aðstoð við að tengjast fundum eru hvött til að leita aðstoðar ættingja og vina, eða á skrifstofu hlutaðeigandi sveitarfélags.

Íbúar á öllum aldri eru hvattir til þess að taka þátt og láta sig málið varða!

Samstarfsnefnd Þingeyings.