Skoðanakönnun um nafn hafin

Nú gefst íbúum Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps tækifæri til að taka þátt í að velja nafn á sameinað sveitarfélag. Valið stendur á milli fjögurra nafna, Goðaþing, Laxárþing, Suðurþing og Þingeyjarsveit.

Könnunin er opin frá 4. apríl til miðnættis 19. apríl og verður leiðbeinandi fyrir nýja sveitarstjórn, sem tekur endanlega ákvörðun.

Könnunin fer fram á vefnum Betra Ísland, https://betraisland.is/group/13151.

Innskráning er með rafrænum skilríkum og þátttökuréttur miðast við alla íbúa sveitarfélaganna beggja sem náð hafa 16 ára aldri þann 10. mars s.l.

Hér er slóðin inn á könnunina.