NÍN hvetur Þingeyinga og aðra sem hafa hug á að vinna að aukinni verðmætasköpun á svæðinu til að kynna sér Matvælasjóð (www.matvaelasjodur.is). Það eru mjög aðgengilegar leiðbeiningar á heimasíðunni, en í grunninn má segja að verkefnin spanni allt frá hugmyndum (hámarksstyrkir 3 milljónir) yfir í tiltölulega yfirgripsmikil nýsköpunarverkefni (hámarksstærð 30 milljónir).
Til að styðja við frumkvöðla svæðisins, verður NÍN með opið hús í Skjólbrekku á miðvikudaginn frá 14-20 (9.september), þar sem hægt verður að fá aðstoð við umsóknaskrif, verkáætlun, tímaáætlun eða annað sem fólk vill ræða.
Umsóknarfrestur er 21. september. Þeir fiska sem róa!