Landgræðsla á Hólasandi með birkiplöntum og moltu

Frumkvöðlar NÍN tóku virkan þátt í landgræðsludegi á Hólasandi um helgina. Fjöldi vaskra landgræðsluáhugamanna gróðursetti þar birkiplöntur, undir styrkri stjórn Daða Lange Friðrikssonar hjá Landgræðslunni og Rúnars Ísleifssonar hjá Skógræktinni. Molta er notuð sem áburður við gróðursetninguna, sem hefur gefist vel. Molta er notuð sem áburður við gróðursetninguna, sem hefur gefist vel og stuðlar að hringrásun mikilvægra næringarefna.

Veðurguðirnir sáu fyrir röku veðri og voru aðstæður til gróðursetningar eins og best verður á kosið. Á Hólasandi er 13 þúsund hektara svæði í umsjón Landgræðslunnar og hefur verið gróðursett í talsverðan hluta þess frá miðjum níunda áratug 20. aldar. Molta

Bændur

Landgræðsla