Fjölmenni í rúlludreifingu NÍN í Bárðardal

Uppgræðsludagur var haldinn í Bárðardal 6. júlí. Vel gekk að dreifa gömlum heyrúllum og var svo sannarlega kraftur í Bárðdælingum og öðrum sem fjölmenntu á svæðið og dreifðu úr tugum ónýtra heyrúlla (heyfyrninga frá fyrri árum) á svæði sem eru illa gróin.

 

Uppgræðsludagurinn var hluti af Nýsköpun í norðri, en ein sex aðgerða sem rýnihópar þróuðu vorið 2020  sneri að kolefnisbindingu með landgræðslu og skógrækt. Landfræðingurinn og Bárðdælingurinn Sigurlína Tryggvadóttir er umsjónarmaður aðgerðarinnar, sem hlaut styrk úr Landbótasjóði. Árangur verkefnisins verður m.a. metinn út frá þekjumælingum gróðurs. 

 

Nánari upplýsingar um verkefnið: Sigurlína Tryggvadóttir, s: 895 3295

Uppgræðsla með rúlludreifingu