Á vegum NÍN hefur í sumar verið unnið af krafti að framgangi aðgerða sem rýnihópar þróuðu á vordögum 2020. Þessar aðgerðir eru:
1: Rannsókna- og nýsköpunarklasi: Uppbygging á aðstöðu fyrir nýsköpun, menntun og rannsóknir
2: Kolefnisbinding með skógrækt og landgræðsla með nýtingu heyfyrninga
3: Sameiginlegt vörumerki og Bændamarkaður
4: Uppbygging hringrásarhagkerfis í Þingeyjarsveit og Skútustaðahreppi
5: Greining auðlinda, mannauðs, innviða og regluverks
6: Samstaða íbúa og samhangandi upplifun ferðamanna á öllu svæðinu
Nánari upplýsingar: Sveinn Margeirsson, verkefnisstjóri NÍN (sveinn.margeirsson@gmail.com / 680 6666)