Samstarfsnefnd sveitarfélaganna sem skoðar sameiningu Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar hefur samþykkt að breyta tímaáætlun Þingeyings vegna COVID-19 faraldurs og samkomubanns. Gert er ráð fyrir að vinnu starfshópa verði fram haldið í ágúst og að ráðgjafar taki að sér aukið hlutverk í gagnaöflun. Íbúafundir eru því áætlaðir í haust.
Áfram er gert ráð fyrir að sveitarstjórnir fái álit samstarfsnefndar til afgreiðslu í desember og að kosning um sameiningu geti farið fram í mars 2021.